Um Félag íslenskra læknanema í Danmörku
Íslenskir læknanemar í Danmörku eru nú orðnir rúmlega hundrað talsins og hefur fjölgað mikið á síðustu árum þannig að meginhluti hópsins er á fyrstu árum námsins. Læknisfræðin er kennd á þremur stöðum, í Árósum, Kaupmannahöfn og í Óðinsvéum. Læknanámið er að uppbyggingu mjög áþekkt læknanáminu sem kennt er við Háskóla Íslands og í læknadeildum á hinum Norðurlöndunum. Þannig er læknanám numið á einu Norðurlandanna viðurkennt að fullu á hinum Norðurlöndunum. Engin skólagjöld eru við danska háskóla og búa íslenskir nemar því við sömu kjör hvað námslán varðar og þeir sem læra á Íslandi. FÍLD var stofnað síðastliðið haust. FÍLD er eins og nafnið gefur til kynna félag íslenskra læknanema við alla þrjá háskólana þar sem læknisfræði er kennd. Félagið hefur sex manna stjórn, skipaða tveimur fulltrúum frá hverjum skóla. Á hverjum stað er svo sjálfstæð starfsemi undirfélaga FÍLD. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna, efla félagsleg tengsl, miðla upplýsingum nemenda á milli, taka á móti nýnemum og kynna félagið.
Vefstjòri: Jón Ragnar Jónson (K) = jonjo1@m1.stud.ku.dk
Stjórn FILD 06/03/08:
Elva Björk Hartard (K) = elva84@gmail.com
Óskar Valdórsson (Å) = oskarvald@gmail.com
Svanhildur Hafliðadóttir (K) = svanhildurh@hotmail.com
Guðný Jóna Kristjánsdóttir (Å) = gudny82@hotmail.com
Félag Íslenskra læknanema i Danmörku