Site hosted by Angelfire.com: Build your free website today!
Hvert ár i læknisfræði skiptist í tvær annir. Hver önn varir 4½ - 5 mánuði. Haustönn byrjar i lok ágúst / byrjun septembers og endar med prófum i seinni hluta janúar. Vorönn byrjar i febrúar og endar með prófum i seinni hluta júni. Ì Danmörku er hægt að byrja námið i september eða febrúar. Öll fög eru kennd á bæði vor- og haustönn. Margir taka sér friannir (semesterpause) i náminu vegna vinnu, barneignar, skiptináms, endurtekningar annar eða rannsóknarvinnu. Sérstaklega þar sem námið er mjög orku- og tímakrefjandi öll 6 árin. Þess vegna tekur það meira en 6 ár fyrir flesta dani og ísleninga að klára námið.

Skólabyggingin heitir PANUM og er ein stærsta bygging Kaupmannahafnar. Staðsett við hliðina á Landsspitalanum (Rigshospitalet) á mörkum Østerbro hverfis og Nørrebro hverfis. Það tekur 5 mínútur að ferðast með strætó frá miðbæ Kaupmannahafnar, og hann kemur á 5 mínútna fresti. Enginn metro eða lest (S-tog) liggur nálægt skólanum. Strætómiðar gildi líka í metro og S-tog. Annars eiga nær allir kaupmannahafnarbúar hjól og ferðast oftast um á hjólum. Til að mega hjóla þarf maður að vera tryggður (hjóltryggingar) líkt og maður þarf að vera tryggður (bíltryggingar) til að mega keyra á Ìslandi. PANUM er tengd Rigshospitalet í gegnum viðamikið neðanjarðargangakerfi. Skólinn er opinn alla daga ársins, allan sólarhringinn. Þannig að maður hefur alltaf góða lestraraðstöðu þar. Til að rata notar maður svo leiðbeiningarsíðuna =  http://www.rejseplan.dk. Ìslenskir læknanemar í Kaupmannahöfn hittast venjulega að minnsta kosti einu sinni á önn, á kaffihúsi eða veitingarstað. Nýnemar eru velkomnir og hvattir til að hafa auga með auglýsingum á PANUM frá eldri nemendum þess efnis.

Flestir læknanemar byrja á að leiga eða búa í stúdentagörðum (kollegium). Hérna er heimasíða helsta og stærsta stúdentagarðakerfis Kaupmannahafnar = www.ciu.dk. Hérna er svo færeysk heimasíða um aðra stúdentagarða sem eru ekki inni í fyrrnefndu kerfi = www.radgevingin.dk/flyting_til_dk_bustad_kollegiu.htm. Kollegien eru yfirleitt frekar hagkvæm miðað við stærð og staðsetningu. Ódýrustu kosta ekki meira en 25-30 þúsund á mánuði. Ef maður sækir um frá útlöndum og er ekki með húsnæði fyrir, eru frekar góðar líkur á að maður komist inn í gegnum CIU. Staðsetningin ekki alltaf góð en fínt tímabundið húsnæði á meðan maður bíður á biðlista eftir öðru betra húsnæði.
Námslán frá LÌN eru um 75.000 kr islenskar á mánuði. Það eru engin skólagjöld. Bækur kosta 15-30 þúsund hverja önn. Bókamarkaður fyrir notaðar bækur er haldin á PANUM í annarri viku hverjar annar. Félag læknanema í Danmörku (FADL) heldur ýmis námsskeið sem gefa manni möguleika á að vinna með náminu frá fyrstu önn. Fullkomnlega frjáls vinnutími og vinnuálag. Ágætis laun. Ìslenskir námsmenn geta sótt um auka persónuafslátt (frikort) hjá skattinum sem gefur meir en helmingi hærri persónuafslátt en danir eru með. Hægt er að finna glósur, skýrslur og ýmislegt gagnlegt fyrir læknanema á nemendaheimasíðunni = www.manan.dk og spjallsíður læknanema á nemendaheimasíðunni = www.studmed.dk.

Til að búa í Danmörku þarf maður að hafa danska kennitölu. Hana sækir maður um hjá folkeregistrering (þjóðskrá). Þar fær maður líka sygesikringskort sem er nauðsynlegt persónuskilríki og veitir manni ókeypis aðgang að heilbrigðisþjónustunni. Danska kennitalan er ekki endilega sú sama og sú íslenska. Háskólinn er svo með studiekort (háskólakort) sem maður verður að framvísa til að komast inn í skólann um helgar og virka daga kl 17-07. Tölvuver og tölvuaðgangur er út um allt í skólanum.

Hægt er að sækja um undanþágur frá ýmsum reglum. Námsráðgjafar (Studievejleder) hjálpa manni með það. Ìslendingar geta sótt um að taka orðabækur með í próf fyrsta 1½ árið. Mikilvægt að sækja um það í tæka tíð og að muna að skrá sig í próf og skrá sig á næstu önn, hverja önn. Rustur er skemmtiferð nýnema, farinn tvisvar á ári fyrir skólabyrjun, til þess að kynnast samnemendum.

Hérna fylgir svo námslýsing á dönsku frá Kaupmannahafnarháskóla:

Profil:
Medicinstudiet er en teoretisk og praktisk uddannelse, der bl.a. har til formål at uddanne læger. Du får en stor teoretisk viden om menneskekroppen og om sygdomme, og du får træning i kritisk at vurdere og opsøge ny viden om både undersøgelse og behandling. Du lærer også, hvordan man kommunikerer med patienterne, og du får undervisning i fag som psykologi og etik. Du vil i det seksårige forløb (12 semestre) stifte bekendtskab med forskellige slags fag og undervisningsformer, hvor den teoretiske del ligger først i studiet og den praktiske og kliniske del, som overvejende, sidst i studiet. Teorien lærer du overvejende gennem holdundervisning, og den praktiske del foregår på hospitalerne (opdelt i mindre grupper).

Tal og fakta:
Antal optagne i 2006: 464
Antal studerende: 2951
Kvinder: 1908
Mænd: 1043

Fagets opbygning:
Grundlæggende er Medicinstudiet opdelt i fire dele:
"        Basale Medicinske fag (1. - 2. semester)
"        Integrerede Organkurser (3. - 5. semester)
"        Grunduddannelse i Medicin og Kirurgi (6. - 9. semester)
"        Specialeorienteret Klinisk Grunduddannelse (10. - 12. semester)
Bachelorgraden omfatter 1. og 2. del og første semester af 3. del (6. semester), og kandidatuddannelsen består af de resterende semestre af 3. del (7. - 9. semester) samt 4. del.
Første del varer et år og indeholder en række basale medicinske fag (såsom cellebiologi og tidlig patientkontakt).
Anden del varer 1½ år og består dels af integrerede organkurser (om fx mave, tarm og lever) samt undervisning i energiomsætning og muskler (indeholdende bl.a. fagene anatomi, biokemi, fysiologi, farmakologi og almen patologi), dels et integreret metodekursus (med fagene statistik, epidemiologi, videnskabsteori og sociologi). Metodekurset fungerer oplæg til en opgave, som du skal skrive i løbet af anden del. På anden del gives desuden en introduktion til hospitalsverdenen i form af et kortvarigt praktikophold, hvor du oplever hospitalsverdenen indefra.
De resterende 3½ år (dvs. tredje og fjerde del) indeholder hovedsageligt kliniske fag: patient- eller sygdomsorienterede fag. Den kliniske undervisning foregår hovedsageligt i form af deltagelse i arbejdet på hospitalsafdelinger (praktikanttjeneste i mindre hold kaldet kliniske ophold). Her foregår den praktiske oplæring samtidig med, at du modtager undervisning i de forskellige specialers arbejdsområder.
Del tre omfatter grunduddannelsen indenfor medicin og kirurgi samt adfærds- og metodefag (bl.a. videnskabsteori og epidemiologi) og er normeret til to år. De to år består dels af klinisk ophold, dels af mere formaliseret undervisning gennem integrerede, emneorienterede kurser. I kurserne indgår desuden fag som farmakologi, mikrobiologi og patologisk anatomi.
På fjerde og sidste del beskæftiger du dig med den mere specialeorienterede del af grunduddannelsen. Her undervises bl.a. i psykiatri, retsmedicin, gynækologi og børnesygdomme.
På medicinstudiet er mulighederne for at sammenstykke sit studium selv meget begrænsede. Undervisningen er stort set planlagt fra første dag. Der er dog enkelte elementer af valgfrihed.

Undervisning:
Undervisningsformerne varierer. På 1. og 2. del finder den næsten udelukkende sted på Panum Instituttet, og der gives ca. halvdelen af undervisningen som forelæsninger i auditorier for en hel årgang. Resten er undervisning på hold eller mindre grupper i undervisningsforløb baseret på case-studier og som undervisning i form af praktiske øvelser for 8-12 studerende ad gangen. Her aflægger du 60% af prøverne skriftligt og resten mundtligt.
På 3. og 4. del foregår den største del af undervisningen decentralt. Det vil sige, at undervisningen planlægges af og foregår på de hospitaler, som er tilknyttede universitet.  Den kliniske undervisning på afdelingerne foregår i form af "undervisning ved sygesengen" for hold á 6 studerende og i form af "klinikker", som er gennemgang af fx sygehistorier for ca. 12 studenter.
Den resterende del af undervisningen er den centrale og mere teoretiske, og den foregår i form af forelæsninger og holdundervisning.
På 3. og 4. del er omtrent 1/3 af prøverne skriftlige, og de resterende er mundtlige, kliniske med udgangspunkt i en patient.

Beskæftigelse:
Efter afslutningen af medicinstudiet (som fører til titlen cand.med.) er du ikke færdiguddannet som læge. For at kunne få lov til at arbejde selvstændigt som læge, skal man modtage en A-autorisation fra Sundhedsstyrelsen. Denne opnås gennem det 18 måneder lange turnusophold, som "aftjenes" som reservelæge på afdelinger rundt om i landet.
Efter turnusperioden beslutter du sig for, i hvilken retning du vil specialisere dig. Specialiseringen tager fra 3-6 år afhængigt af specialet. Det tager fx 3½ år at blive praktiserende læge efter endt turnus. En egentlig slutstilling (afdelingslæge, overlæge) opnås således først sent i forløbet efter uddannelse til speciallæge, og det hører til sjældenhederne, at en overlæge er under 40 år.
Beskæftigelsesmulighederne er mange, og arbejdsløsheden lav.

Adgangskrav:
Optagelseskvotient 2007 på kvote 1: 9,9 (7-trins-skala)
Specifikke adgangskrav:
Ved vurdering i kvote 1 skal gennemsnittet af karaktererne i de tre fag: Matematik A, Fysik B og Kemi B være mindst 6,0 efter 7-trins-skalaen
Ved vurdering i kvote 2 skal gennemsnittet af de fem fag: Matematik A, Fysik B, Kemi B, Dansk A og Engelsk B være mindst 6,0 efter 7-trins-skalaen


Jón Ragnar 2008


.                                                                                                                                                        .

Að flytja til Kaupmannahafnar
Að flytja til nýs lands getur verið ansi ógnvekjandi og framkallað háan blóðþrýsting og svefnleysi, hér eru ýmsar upplýsingar sem við vonum að geti  slegið á einkennin.
Fyrst og fremst þá er þetta ekkert mál, það er álíka flókið mál að flytja til Köpmannahafnar og að flytja til Seyðisfjarðar.
Það fyrsta sem þú gerir þegar þú ákveður að flytja til Danmerkur er að finna einhvern stað til að búa á. Það getur verið hægara sagt en gert. Möguleikarnir eru að leigja sér herbergi legja sér íbúð eða búa á kollegi (stúdentagarðar).

Leiga af herbergi eða íbúð.
Það er mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði í miðborg kaupmannahafnar, ef maður byrjar tímanlega að leita og hefur ekki himinhár kröfur er hægt að finna ágætis herbergi/ litlar íbúðir á bilinu 2000-4000 dkr. á mánuði. Hægt er að sækja um húsaleigubætur. Heimasíður þar sem leigjendur og leigusalar mætast eru td.
Den blå avis http://dba.dk , Íslendingafélagið http://www.islendingafelagid.dk ,
Boligportal. http://boligportal.dk  þar borgar maður fyrir aðgang og getur fengið sendan e-mail um laus herbergi eða íbúðir sem passa að skilirðum sem maður sjálfur hefur sett. Einnig getur maður sjálfur sett inn auglýsingu. http://boligmaxx.dk er svipuð og boligportal. Þegar maður er svo komin í skólann er hægt að finna auglýsingar uppi á panum. Þau svæði í Kaupmannahöfn sem liggja næst skólanum eru 2200 København N þar sem skólinn er líka í ódýrari kantinum. 2100 København Ø er aðeins dýrara en mjög fín staðsening. 2000 Fredriksberg er sér bær inni í Kaupmannahöfn og líka í dýrari kantinum. København K er miðbærinn og verðlag eftir því. Annað sem kemur til greina er Amager,Christianshavn, København NV og V. Hægt er að reikna með geta hjólað í skólann allan ársins hring frá öllum þessum hverfum, að vera hjóllaus í Kaupmannahöfn er eins og að vera einfættur á skautum.

Kollegi
Stúdentagarðar eru ekki reknir af háskólanum heldur af hinum og þessum stofnunum,fyritækjum og einkaaðilum. Hægt er að sæja um bæði herbergi og íbúðir, jafnvel raðhús en þá er maður komin aðeins fyrir utan bæinn. Gott er að vera tímanlega að sækja um þar sem biðlistarnir eru oft langir.
http://www.kollegierneskontor.dk/kkik.htm (hér er hægt að sækja um td. Öresundskollegiet þar sem margir Íslendingar búa)
http://www.findbolig.nu
http://www.ciu.dk Ath. Bara er hægt að neita tilboði um húsnæði einu sinni.
http://www.egmont.dk (liggur mjög nálægt skólanum)
http://www.radgevingin.dk/flyting_til_dk_bustad_kollegiu.htm#utanciuikbh (færeysk heimsíða með upplýsingum um kollegi)
sniðugt er að fara inn á http://www.krak.dk til að sjá á korti hvar kollegíin eru.

Flutningsvottorð
Þegar þú ert komin til danmerkur ferðu með flutningsvottorðið þitt (sem þú fékst hjá hagstofu Íslands) í folkeregisteret (Dahlerupsgade 6,1640 København V) og færð eftir ca. tvær vikur danska kennitölu. Athugaðu hvort þú hefur fengið rétta kennitölu þar sem það er þannig í danmörku að kennitölur kvennfólks enda á sléttri tölu en kennitölur karlmanna enda á oddatölum. Jafnframt því að fá kennitölu færðu einnig sygesikringskort sem tryggir þér ókeypis aðgang að heilbrigðisþjónustu auk þess sem þú færð úthlutað heimilislækni.

Samgöngur
Hjól er aðal samgöngutæki Kaupmannarhafnarbúa og einnig yfirleitt það hraðasta. Hægt er að kaupa hjól útum allt en einnig er hægt að fljúga með hjól frá Íslandi sem er ekki slæm hugmynd þar sem maður borgar ekki vigt fyrir það bara fast gjald.Hjólreiðamenn hafa stóran sess í umferðinni og eru góðir hjólreiðastígar útum alla borg. Ýmsar reglur eru um hvernig maður á að hjóla td. Er sekt við að nota ekki ljós á kvöldin og ef maður reiðir einhvern. Sektin er 500 dkr.
Strætó og lestarsamgöngur eru yfirleitt mjög góðar og tíðar, hægt er að taka hjól með í lestarnar . Til eru tvö lestarkerfi. Metro er neðanjarðarlestin og gengur allan sólarhringinn. S-toget er ofanjarðar og fer um mun stærra svæði.
http://www.rejseplanen.dk heimasíða þar sem hægt er að slá inn brottfararstað og áfangastað og tillögu um bestu leið og samgöngutæki.
http://www.ht.dk listi yfir alla stætóa.
Skólinn er talsverðan spotta frá næstu lestarstöð en þeir strætóar sem stoppa næst skólanum eru 6A,3A,150s,184,185,42,43. og heitir stoppustöðin heitir blegdamsvej/Tagensvej.
Hægt er að kaupa mánaðarkort sem gildir í bæði lestar og strætó á lestarstöðunum. Klippikort er hægt að kaupa i flestum sjoppum og lestarstöðum, gildir einnig bæði í lest og strætó. Best er að spyrja hversu oft maður þarf að klippa eða hversu margar "zónur" maður þarf þar sem reglurnar eru oft snúnar.
Hægt er að borga með peningum í strætó og þeir gefa til baka.
Ad drýgja tekjurnar
Namslán fra LIN eru um 75.000 kr íslenskar á mánuði. 1 dönsk krona er 11-12 islenskar krónur. Enginn námslán eru fyrir júli og águst því þá er engin kennsla. Margir drýgja tekjurnar með að vinna fyrir FADL. Hugrakkir geta svo tekið þátt i ýmsum læknisfræðilegum tilraunum sem eru  á auglýsingatöflunum á Panum.
Skattur. Íslendingar geta einnig fengið Færeyingarafslátt, sem er tvöfalt hærri persónuafsláttur en Danir hafa. En ef madur nýtir ser hann þarf madur ad skrifa undir yfirlysingu um ad flytja aftur til Íslands í 1 ár að loknu námi. Þessi regla hljómar skringilega en er eitthvað enn lifir af gömlum tíma.
Fólk sem hefur búið í Danmörku eða á td. danskt foreldri getur átt rétt á að fá SU. Sem eru styrkur sem danska ríkið gefur þeim sem stunda nám (ekki lán eins og lín). Ef þú telur þig kannski eiga rétt á slíku hafðu samband við S.U. styrelsen www.su.dk
Bankakerfið
Margir hafa upplifað að danskt bankakerfi hefur ekki allveg fattað að góð þjónustulund er mikilvæg í rekstri banka. Þannig er nefninlega mál með veksti að þegar fólk ætlar að stofna reikning í dönskum bönkum mega þeir aðeins fá hraðbankakort til afnota. Hinn venjulegi dani fær hinsvegar svokallað dankort sem er afskaplega sniðugt kort sem virkar eins og debet og kredit kort í einu korti. Reikningurinn er í debet en kortið hefur tölur eins og á kredit korti og þessvegna hægt að nota á netinu.
Ástæðurnar fyrir því að Íslendingum hefur ekki verið veitt dankort eru jafn margar og bankaútibú Kaupmannahafnar t.d. engar tekjur, verður að búa í landinu í 3 mán , útlendingar mega ekki fá dankort. Þetta er allt saman algjör vitleysa og um að gera að flakka á milli útibúa þar til viðræðuhæft fólk finnst. Einnig ef maður hefur borgað Fadl skólagjöldin sín getur maður farið í bankan sem félagið er með samning við, Forstædernes bank þar tekur maður fram í umsókn sinni að maður sé í Fadl, sem gefur manni mjög góð kjör, dankort og yfirdrátt eins og ekkert sé.
Margir staðir eins og pylsuvagnar og minni búðir taka engin kort þannig gott er að hafa alltaf smá aura á sér. Líka er nauðsynlegt að muna leyninúmerið á kortinu sínu hvort sem það er danskt eða íslenskt því flestir staður hafa posa þar sem viðskiptavinurinn rennir kortinu sjálfur í gegn og stimplar inn leyninúmerið sitt.
Þegar fólk færir svo peninga milli danmerkur og íslands er bara mikilvægt að vita IBAN og SWIFT númerið á reikningnum sem á að leggja inná, bankarnir gefa manni upplýsingar um það.

Dönskunámskeið
Dönskunámskeið getur verið afbragðs hugmynd ef maður hefur aldrei búið í danmörku og menntaskóladanskan farin að ryðga (þó danskan lærist mest af að taka virkan þátt í bekkjarlífinu) dönskunámskeið fyrir útlendinga eru til boða útum allar trissur og hægt er að velja sér námskeið eftir hentugleika.Námskeiðin eru ókeypis. Einn af þessum skólum er Sprogcenter IA  http://www.sprogcenter-ia.dk/ en þeir bjóða upp á dönsku fyrir svía og norðmenn en íslendingar eru líka velkomnir. Á þessu námskeiði er aðaláherslan á talað mál og kennarinn fer mikið eftir því sem nemendurnir sjálfir vilja gera og læra. Mæting er frjáls en það er lítið og létt próf í lokin til að sýna að maður sé búin með eitt námskeið. Ástæðan er að Kaupmannahafnarborg borgar sex námskeið per. útlending þannig maður hefur rétt á sex námskeiðum þessvegna verður maður að taka amk. Námskeið 1 prófið.

Annað.
Það er auðvitað íslendingafélag í Kaupmannahöfn sem stendur fyrir þorrablóti, 17. júní, er með kór ofl. Heimasíða þeirra er http://www.islendingafelagid.dk en þar er einnig að finna aðrar praktískar upplýsingar.
http://www.krak.dk  er sú heimasíða sem allir eru alltaf að nota þar finnast símanúmer, heimilisföng og staðsetning á korti hjá öllum.
Farsími. Mæli með fyrirtækinu www.telmore.dk þar fara öll viðskipti fram á netinu, maður getur fengið ódýra sím gagnvart því loforði að borga 100 í inneign í 6. mán og hægt er að láta ákveðna upphæð leggjast á símreikninginn þegar hann fer undir 0.
http://www.billetnet.dk þarna er hægt að kaupa miða á tónleika og í leikhús.

Almennt um námið og skólann.
ATH.  Fíld tekur enga ábyrgð á því að eftirfarandi upplýsingar standist, þar sem námsuppbyggingin er í stöðugri mótun og eftirfarandi lýsingar byggðar á reynslu einstaklinga.
Nánari upplýsingar (á dönsku) fást hér:
http://medicin.ku.dk/  og
Studiehåndbog Medicin 2005 ordningen

Uppbygging námsins
Hvert ár í læknisfræði skiptist i tvær fimm mánaða langar annir. Haustönn byrjar í september og lýkur með prófi i seinni hluta janúar. Vorönn byrjar i febrúar og lýkur með prófi i seinni hluta júni. Hér eru teknir inn nýnemar bæði haust- og vorönn, sem gerir það að verkum að yfirleitt er talað um að námið sé 12. anna langt frekar en 6 ára og einnar annar fjarvera/frí frá námi seinkar manni aðeins um eina önn. Mikill sveiganleiki er í náminu og hægt er að taka frí frá námi ef að svo ber undir.Mjög öflug nemenda-námsráðgjöf er við skólan og ávalt hægt að leita til þeirra varðandi allt er námið við kemur. Náminu sem heild er svo skipt í tvo meginhluta er nefnast Fasi I og Fasi II, Fasi I Er 1.-5. önn þar sem grunnfögin eru kennd líffræði, efnafræði, sálfræði, lífeðlis, Líffærafræði o.s.fr. Fasi II er 6.- 12 önn þar sem áherslan er sjúkdómafræði,meinafræði og verklegt nám.

Panum
Skólabyggingin heitir Panum Instituttet og er ein stærsta bygging Kaupmannahafnar og einkar óaðgengileg og þess vegna gott að vera búin að kynna sér hana á rólegan og yfirvegaðann hátt. Byggingin er staðsett vid hliðina á danska landsspitalanum (Rigshospitalet) á mörkum Østerbro og Nørrebro (hverfi í Kaupmannahöfn ekki langt frá miðborginni). Hún er tengd Rigshospitalet med viðamiklu undirgangakerfi. Skólinn er opinn alla daga ársins, allan sólarhringinn en nemendakort þarf til að komast inn utan almenns kennslutíma.

Félagslíf
Í skólanum er kaffihús/bar sem kallast "Klubben" hann er opinn alla virka daga milli 11 og 17. Fyrsta föstudag í hverjum mánuði er svo  "fredagsbar" þá er opið til  24. Þessi kvöld breytist staðurinn í villtan næturklúbb og leggur fólk á sig margra tíma röð til að komast inn. Nemendur sjá sjálfir um rekstur á barnum og geta allir sem vilja tekið þátt, markmið rekstursins er mjög skýrt að skila hvorki gróða né tapi, þar af leiðandi eru drykkjarföng á mjög hagsstæðu verði. Klubburinn stendur líka fyrir allskonar uppákomum og skemmtanahaldi.
Félagslíf innan læknadeildar fer mikið fram í gegnum svokallaðar "Basisgrupper" sem eru nokkurskonar sjálfstæð nemendafélög hver með sitt áhugasvið. Þar má nefna IMCC International Medical Cooperation Committee sem helgar sig alþjóðasamskiptum  og þróunnarhjálp læknanema. SATS Studerendes Anæstesiologiske og Traumatologiske Selskab sem hefur áhugasvið innan svæfinga og bráðalækninga. GIM helgar sig óhefðbundnum lækningum og MOK sem er vikulegt fréttabréf innan deildarinnar og algjörlega ómissandi upplýsingabrunnur.
Tenglar á nokkrar basisgruppurnar:
http://mok.info/ Blaðið
http://www.studklub.dk/ studenterklubben (kaffihúsið/barinn okkar)
http://www.imcc.dk/
http://www.studmed.ku.dk/mff/ medicinsk folisofisk forening
http://www.sats-kbh.dk/ Bráðalækningar
http://www.studmed.ku.dk/gim/  óhefðbundnar lækningar

Rustur.
Ekki hugsa þig tvisvar um farðu í rusturinn þinn !!! Rustúr er svona nýnemaferðalag sem farið er í seinni hluta ágústmánaðar, þar sem málið er að gera sér glaða viku, kynnast náminu, kynnast bekkjarfélögunum og eldri nemendum. Það er hópur eldri nemenda sem tekur með sér 2-3 bekki einn sem hefur nám að hausti og einn sem byrjar í janúar. Þessir eldri nemar hafa notað stóran hluta sumarfríisins í að skipuleggja vikunna sem er bæði mjög fræðandi (fólk fær að skoða bækur , læra um frumuna, fær heimsókn frá ungum læknum og fadl, sjá neðar) og skemmtileg (haldnir eru óútreiknanlegir ratleikir þar sem maður getur t.d. lent í að vera hobbiti í föruneyti hringsins og þarf maður að sigrast á ýmsum þrautum til að geta á endanum eyðilagt hringinn, ofl.) Einnig er mikið um góðar veitingar a hætti dana.
http://www.rusturen.dk/ 

Fadl
Foreningen af danske lægestuderende eða félag danskra læknanema og hefur fjölbreytta starfsemi. Fadl er vinnuveitandi og stéttarfélag nemenda jafnframt býður það upp á ýmiss námskeið fyrir nemendur. Félagsgjöld eru 750 dkr. á önn. Fadl býður meðal annars upp á "SPV" kursus, Allt i allt um 40 klst. auk tveggja kynningarvakta a spitala.Eftir námskeiðið fær maður titilinn"sygeplejevikar" sem gefur rétt til að taka vaktir allan sólarhringinn á spítölum um allt land. Skylduvaktir eru eingöngu fyrst eftir lok námskeiðs eftir það er hverjum og einum frjálst að skrifa sig á vaktir eftir eigin hentugleika, ekki er endalaust af vöktum í boði og því gott að skrá sig tímanlega á vaktirnar. Launin eru afbragðsgóð og vinnan gefur góða möguleika á að kynnast og fá reynslu af því starfi sem fer fram innan heilbrigðisstofnananna í Danmörku. Eftir að hafa lokið SPV og unnið 400 tíma hefur maður kost á að taka framahaldsnámskeið sem gefa manni meiri réttindi og meira krefjandi vaktir (+ Betri laun: ). Fadl er líka pólitíkst verkfæri nemenda. Fadl er með skrifstofu uppi í skóla þar sem hægt er að skrá sig í félagið og á SPV námskeið. Ef maður velur að vera ekki með td. á fyrstu önn þarftu að borga annargjörldin aftur í tíman þegar þú ákveður að vera með.

http://fadl.dk  heimasíða félagsins
https://www.fadl-vagt.dk/ heimasíða með upplýsingum um vinnuna,

MSR
Medicinsk studenter råd er Stúdentaráð eins og nafnið gefur til kynna. Það er skipað nemendum sem eru kosnir og geta allir læknanemar boðið sig fram. Ráðið berst fyrir réttindum nema og betra námi sem er miðað að þörfum nemenda .Ráðið heldur ársfund þar sem allir geta tekið þátt í og komið skoðunum sínum á framfæri.
http://www.studmed.ku.dk/msr/

Studievejledning
Er námsráðgjöf nemenda skipuð af eldri nemendum, þangað getur maður leitað í hvert skipti sem maður er í einhverjum vafa um þær reglur sem gilda í náminu t.d. varðandi próf, endurtektarpróf, frí frá önnum o.s.fr. Það se skiptir okkur Íslendingana mestu máli er að við leitum til námsráðgjafanna þegar við sækjum um leyfi til að taka með orðabók í próf  á 1.og 2. önn. Það eru eina undanþágan sem við getum sótt um vegna þjóðernis okkar eins og er.
http://medicin.ku.dk/vejledning/

Íslenskir nemendur
Læknanemar við Kaupmannahafnarháskóla með íslenskan ríkisborgararétt eru um 50 talsins, hópurinn hittist a.m.k einu sinni á önn til að fara út að borða saman.Tveir einstaklingar einn frá hvorum fasa sitja svo í stjórn fíld og er hlutverk þeirra að skipuleggja félagsstarf íslendingana á Panum, aðstoða nýnema og standa vörð um réttindi félagsmanna. Hópurinn hefur samskipti á netinnu með svokölluðu "grupperum" inná vef skólans.

Kennsla
Samskipti skólans við nemendur fer mikið fram í gegnnum http://www.punkt.ku.dk en við inngöngu í deildina fylgir aðgangsorð inná þann vef. Þar er pósthólf þar sem skólinn,kennarar og aðrir nemendur geta sent þér tölvupóst, þar eru upplýsingar um studiekortið þitt. Þar skráir fólk sig í próf og sér niðurstöður úr prófunum. Þar geta nemendur komið sér upp grupperummi og haft innbyrðissamskipti.
Þar er hægt að fara inná http://www.sis.ku.dk  þar velur maður Det sundhedsvidenskabelige fakultet því næst lektionsplanen (fyrir þá önn sem nú er) og Kandidat- og bacheloruddannelsen i Medicin. Inná þessum vef eru upplýsingar um þá kúrsa sem eru kenndir og námsskrá þeirra, tillögur um bækur sem hægt er að kaupa, skilaboð til nemenda um breytingar á stundatöflu og síðast en ekki síst stundatöflurnar (undir skemaer).
Af punkt.ku.dk síðunni kemst maður líka inná Blackboard en þar eru nánari upplýsingar td. Slideshow frá fyrirlestrum, gömul próf  og leiðbeiningar fyrir tilraunir. Inná blackboard hefur maður aðeins aðgang að sinni egin önn.
Fyrirlestrar fara fram i stórum fyrirlestrastofum á Panum, þar sem hverja önn byrja 250 manns auk tannlæknanema sem sækja sömu fyrilestra fyrstu önnina. Bekkjarkennsla í 25 manna hópum fer fram i kennslustofum.
Ný kennslustefna hefur verið að taka við síðustu annir og eru hugtökin SAU = studenter aktiverende undervisning og PBL = problem based learning þar mjög ríkjandi. Kennslan á að ganga þannig fyrir sig (td. Notað í líffræði og sálfræði á 1. önn) að nemendur fá ákveðið "case" eða viðfangsefni í hendurnar, dæmi:
Elma er 52 ára tyrknesk kona sem hefur oft farið til heimilislæknis síns oft síðasta hálfa árið vegna þreytu og vöðvaverkja í öllum líkamanum. Engar blóðprufur hafa sýnt neitt grunsamlegt, henni var vísað í sjúkraþjálfun en lét aðeins sjá sig þar einu sinni og hætti án þess að láta vita.
Bakgrunnur: Kemur frá Konya í Tyrklandi og hefur enga menntun.Tyrkneskur maður hennar flutti til danmerkur fyrir 7 árum síðan og hefur síðan unnið við þrif. Sjálf kom hún til landsins fyrir tveimur árum . Bæði eru trúaðir múslimar. Bæði uppkomin börn þeirra búa í Tyrklandi.Hún talar ekki dönsku. Þegar hún fer til æknis kemur maður hennar með sem túlkur hann talar einhverja dönsku.Inná milli getur hann orðið æstur yfir því að engin vill hjálpa konunni hans bara af því þau eru tyrknesk. Hann vill fá röntgenmynd og sterkar verkjastillandi pillur handa henni, en læknirinn meinar að það sé ekki nauðsynlegt. Læknirinn hefur lagt til að fá túlk fyrir konuna en maðurinn segir þess ekki þurfa.
Þetta er mjög  týpískt case í sálfræði. Nemendur fá það í hendur í byrjun tímans og lesa. Næst skrifar einn uppá töfluna hvaða staðreyndir eru í tekstanum. Td. 52 ára,tyrknesk, hálft ár,þreyta,vöðvaverkir o.s.fr.
Næst er velt upp hvað er vandamálið í þessari aðstöðu og spurningar settar fram td. konan er með líkamlega verki, afhverju er konan með verki ?afhverju finnst engin skýring á þeim ? osvfr.
Næst eru getgátur um lausnir og tilgátur td. Konan er félagslega einangruð, ekki aðlöguð dönsku samfélagi, kúguð af manninum o.s.fr.
Næst eru studiemål. Þar áhveður bekkurinn hvaða viðfangsefni koma málinu við og hvað hver og einn ætlar að lesa um í þessu tilfelli væri hægt að lesa um reglur varðandi túlka í heilbrigðiskerfinu. Hægt væri að lesa um innflytjendur og sjúkdómsupplifun þeirra ofl í þeim dúr.
Í næsta tíma kynna svo nemendur það sem þeir hafa lesið um sín efni.
Mjög skiptar skoðannir eru meðal nemenda um ágæti þessa kennsluforms, mörgum finnst formið vera tímfrekt og afkastalitið. Í sálfræðinni vill fólk með engan sálfræðigrunn td. meina að af því þeir hafi engan grunn séu þeir ekki í stakk búnir til að ræða og lesa eitthvað sem er á þessu plani. Það er líka eins og kennararnir viti ekki allveg hvernig formið egi að virka eða hvert þeirra hlutverk í þessum vinnuháttum egi að vera. Rökin fyrir þessu námsformi eru þó tvímmælalaust þau að það er nákvæmlega svona vinnbrögð sem er gott að hafa sem læknir . Læknir þarf að geta lesið sjúkrsögu sjúklings og talað við hann, verið fljótur að pikka út staðreyndir og spyrja sjálfan sig spurninga, setja fram tilgátur, fá svör við spurningunum og kanna hvort tilgátur standist og vera þannig betur í stakk búin til að lækna og meðhöndla sjúklinginn.
"læsemakker" eða námsfélagi er eitthvað sem að verður að mæla með , námsfélagi eða námshópur er einhver sem maður hittir reglulega og ferð í gegnum námsefnið með. Fólk hefur mismunandi vinnuaðferðir en það munar miklu að hafa einhvern til að geta rætt efnið við og haf félagsskap af í löngum lestrartörnum. Hafa ber þó í huga að besti vinurinn er ekki endilega besti námsfélaginn.
Fyrir utan heimasíður skólans og það efni sem á þeim er að finna ( það er nokkuð mikið efni þar maður þarf bara að leita svolítið að því) má benda á síðuna : http://manan.dk Þar sem er að finna glósur og hefti við hina ýmsu kúrsa.

Mötuneyti
Það er mötuneyti í skólanum sem býður upp á heitan mat í hádeginu auk samloka og tilheyrandi. Gæði mötuneytsins eru umdeild og verðlagningin líka, ef þú býrð yfir nægri forsjálni til að geta smurt þér nesti gerðu það , það er líka mjög góð leið að aðlagast dönskum kúltúr. Þegar þú mætir með rúgbrauð í álpappír og gulrætur í poka (með smá vatni í líka svo þær haldist ferskar).ertu einn af þeim.
Hefurðu stundað eitthvað nám við háskólan heima ?
Ef svarið er jákvætt , getur verið möguleiki á að fá eitthvað af því metið. Bara tala við studievejledningen.

Góð ráð varðandi námið
Lestu studiehåndbogen
Kíkja á auglýsingartöflu sérstaklega þá sem er merkt þinni önn.
Farðu á bókamarkaðinn og ekki við sögðum EKKI  kaupa bækur fyrr en kennslan er byrjuð og þú ert búin að fletta í gegnum þær bækur sem koma til greina, sumar bækur er nóg að lesa bara á bókasafninu, spurðu eldri nemendur um ráð varðandi bókakaup.
Lestu það sem stendur á heimasíðunum td. www.sis.ku.dk
Lestu MOK í hverri viku.
Reyndu að taka virkan þátt í tímum, danir eru yfirleitt mjög þolinmóðir og skilningsríkir gagnvart bjagaðri dönsku ef maður sýnir áhuga á að vilja læra málið.
Findu þér einhvern/ einhverja að læra með allavega fyrir próf, mælum sérstaklega með dönum , prófið er jú á dönsku.
Byrjaðu að gera gömul próf snemma í prófalestrinum.
Mundu að sækja um leyfi fyrir að taka með orðabækur í prófið.
Hikaðu ekki við að hafa samband við fíld ef einhverjar spurningar vakna.
Annirnar
Hér verður sagt nánar frá hverning námið á hverri önn er uppbyggt og gengur fyrir sig. Þar sem námið er í stöðugri endurnýun er í raun bara fyrsta önnin sem er 100% að marka en hinar ættu nú að vera eitthvað í líkingu við það sem verður framvegis.

1. Önn  (Lýsingin er miðuð við 2006 studieordningen)
Fyrstu önninni er skipt í eftirfarandi fög:
Introduktionskursus, herunder kursus i Basal Kommunikation (18 t)
Grundkursus i Basal Humanbiologi (92 t)
Medicinsk kemi (94 t)
Tidlig patient kontakt (79 t)
Introduktionskursus, herunder kursus i Basal Kommunikation  Kynningarkúrs hér eru fyrirlestrar þar sem fólk er boðið velkomið því kennt á skólan o.s.fr. Einnig eru nokkrir tímar með bekk og kennara þar sem samskipti og þá stofnanasamskipti eru rædd kúrsinn endar með að hver nemandi heimsækir deild á sjúkrahúsi þar sem hann fylgir lækni í einn dag og heldur svo ca. 5 mín pistil fyrir bekkinn um góð eða léleg samskipti sem hann varð vitni af þennan dag. Engin bók og ekkert próf
Grundkursus i Basal Humanbiologi Er líffræði mannslíkamans þar er stiklað á stóru í anatómíu og lífeðlisfræði líkamans áfanginn stendur af fyrirlestrum,Sau 24 tímum þar sem allur bekkurinn er saman og vinnur eftir PBL (sjá Almennt um námið) , og nokkrum SAU 8 tímum en þar eru aðeins 8 nemendur og fær maður í þeim tímum að kíkja í smásjá og skoða líkamspartasýni. Flestir lesa bókina David Shier, Jackie Butler and Ricki Lewis: Hole's Essentials of Human Anatomy and Physiology og eru flestir sammála um gæði hennar. Þó eru nokkrir sem lesa danska bók þá sérstaklega danir sem ekki treysta sér í enskuna. Það getur þó verið góð hugmynd að kíkja í hana á bókasafninu til að auka og bæta danskan orðaforða í faginu.
Medicinsk kemi Er það fag sem flestir eru í basli með. Það má allveg segja að kröfurnar séu miklar í samanburði við inngöngukröfurnar (sem eiga þó að hækka  '08 ) Það er mjög góður undirbúningur að vera vel að sér í efnafræði þegar hefja á nám við læknisfræði í Kaupmannahöfn.
Kennslan byggist á Fyrirlestrum sem flestir eru sammála um að séu alltof flóknir, vita gagnlausir og allveg eins gott að sleppa þeim. En flestir eru þó ekki allir. SAU 24 eru eins og venjulegir menntaskólatímar með kennara sem fer yfir dæmi og svarar spurningum yfirleitt fínir tímar en veltur svolítið á kennaranum. 5. tilraunir eru yfir önnina . Það er algjör skyldumæting í tilraunir. Skila á skýrslu úr tilraunum og oftast eru tveir um hverja skýrslu. Til að eiga rétt á því að taka próf verða allar skýrslur að vera samþykktar. Skýrslur þessar reynast fólki oft snúnar og þessvegna gott að verða sér útum skýrslur eldri nema til að hafa til hliðsjónar.
Efnið sem kennt er eru aðalega sýru-basa eftnahvörf. Enzím kinetics og lífræn efnafræði.
Bækurnar sem notaðar eru danskar framhaldsskólabækur eftir Mygind td. Kemi 2000 A
Í lífrænni efnafræði eru tvær enskar bækur sem koma til greina báðar ágætar. Nokkrir kaflar liggja á netinu inni á punkt.ku.dk eru þeir frekar torlesnir en nýtast betur þegar læra á fyrir próf og skilningur á efninu er orðinn þokkalegur.
Tidlig patient kontakt
Í þessum áfanga er bekknum skipt upp í nokkra hópa, hver hópur fer svo og hittir heimilislækni sem gefur hverjum nemanda einn af skjólstæðingum sínum. Hver nemandi fer svo og hittir sinn " sjúkling" og tekur við hann nokkur viðtöl þar sem nemandinn fær að heyra ævisögu og sjúkrasögu viðkomanda. Hópurinn hittist svo nokkrum sinnum hjá lækninum og ræðir það sem hver og einn hefur upplifað. Í venjulegum bekkjartímum upp í skóla er svo farið í allskonar samskipta- og viðtalstækni sem nemendum er ætlað að nota í viðtölunum. Þetta endar svo í að nemandinn skrifar skýrslu þar sem hann metur sögu sjúklingsins, lýsir samskiptum sínum við hann og þeirri tækni sem notuð var. Síðast er svo lítið munnlegt "próf" þar sem nemandirn ver og útskýrir skýrsluna.
Lokaprófið á 1. Önn
4 klukkutíma próf á dönsku (muna að sækja um leyfi fyrir orðabækur)  skiptist í Líffræðihluta, samtvinnaðan líf- og efnafræðihluta og efnafræðihluta. Í líffræðihlutanum eru fyrst um 50 krossaspurningar , restin af prófinu eru svo stuttar venjulegar spurningar. Standast verður alla þrjá hluta prófsins til að ná. Prófið er svo metið sem annað hvort staðið eða fallið. Þeir sem fara yfir prófið meta það meira útfrá hvort þeim finnist nemandinn sýna fram á nægilega kunnátu frekar en að hver spurning gildi ákveðin %.
Ef maður fellur er hægt að kæra niðurstöðuna.
2. Önn
Nú er búið að breyta annari önninni frá því sem áður var og er fyrst verið að keyra hana núna haustið 2006.  Þess vegna lítið hægt að segja um hana þar sem engin reynsla er komin. Hanna Lilja mun án efa skrifa smá pistil næsta sumar.
En það sem ég veit.
Frumulíffræði og vefjafræði er saman og endar með skriflegu 4 tíma prófi + 30 mín smásjáarprófi.
Erfðafræði er orðið aðskilið fag sem endar með skriflegu 2 tíma prófi.
Heilbrigðissálfræði sem var áður dreift yfir 1. og 2. önn er nú aðeins á 2. önn og endar með 3 tíma skriflegu prófi í stað ritgerðar og munnlegspróf. Kennslan eru fyrirlestrar og bekkjartímar.

Elva og Thea 2006
KAUPMANNAHÖFN:
Félag Íslenskra læknanema i Danmörku