1. Félagið heitir Félag íslenskra læknanema í Danmörku (d. Foreningen af islandske lægestuderende i Danmark), skammstafað FÍLD. Aðsetur þess er í Kaupmannahöfn.
2. Félagar teljast þeir íslensku stúdentar, sem stunda nám í læknisfræði við Syddansk Universitet, Københavns Universitet eða Århus Universitet.
3. Hlutverk félagsins er að gæta að hagsmunum félagsmanna, þ.á m. í atvinnumálum, efla tengsl þeirra og standa fyrir fræðslu á læknanámi í Danmörku. Ennfremur að hafa forgöngu í félagslífi íslenskra læknanema í Danmörku. Einnig skal það stuðla að samvinnu við samtök lækna og læknanema innan lands sem utan.
4. Félagið skal standa fyrir eftirfarandi: Árlegum aðalfundi ásamt árshátíð, heimasíðu og kynningu á náminu.
5. Löglega telst boðað til aðalfundar sé til hans boðað með fjögurra vikna fyrirvara. Lög félagsins skulu send félagsmönnum ásamt fundarboði með tveggja vikna fyrirvara. Lagabreytingartillögur og tilkynningar um framboð í embætti skulu berast ritara félagsins með tölvupósti eigi síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.
6. Skulu nemendur skólanna þriggja skiptast á að halda aðalfundi.
7. Dagskrá aðalfundar: Kynnt yfirlit frá stjórn um helstu þætti í starfi félagsins það sem af er árinu. Gjaldkeri segir frá helstu útgjaldaliðum það sem af er starfsárinu. Tillögur til laga- og reglugerðarbreytingar ræddar og atkvæði greidd þar um.Kosning í stjórn FÍLD Önnur mál. Aðild félagsins að stærri samtökum skal bundin með reglugerð um það efni.
8. Reikningar félagsins miðast við starfstíma stjórnar þ.e. frá 1.okt. til 30. sept.
9. Kosning embættismanna skal vera bundin og leynileg. Skal hver þeirra kosinn sérstaklega.
10. Stjórn félagsins skal þannig skipuð: formaður, ritari, gjaldkeri, meðstjórnendur, skulu vera 3. Hver skóli skal eiga tvo fulltrúa í stjórn og skal annar þeirra vera af 1.-6. önn og hinn af 7.önn til loka náms. Stjórninni er heimilt að boða aðra félagsmenn á stjórnarfundi ef hún sér ástæðu til.
11. Félagsmenn hvers undirfélags skulu fyrir aðalfund vera búnir að kjósa/velja sína tvo fulltrúa í stjórn FÍLD.
12. Nýskipuð stjórn skiptir með sér verkefnum, skipar formann, ritara, gjaldkera og meðstjórnendur fyrir stjórnarárið.
13. Ef skipting atkvæða innan stjórnar FÍLD er jöfn einhverju sinni skal efna til fjöldaatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Atkvæðagreiðsla skal afgreidd með bréfasendingum og þarf a.m.k. helmingur félagsmanna að taka þátt í kosningunum til þess að þær teljist gildar.
14. Formaður FÍLD. skal vera á 6.-13.önn og vera formaður félags íslenskra læknanema við einn af skólunum. Hann er helsti formælandi félagsins út á við, hann boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Einnig setur hann félagsfundi og skipar fundarstjóra og fundarritara þeirra.
15. Ritari skal vera staðgengill formanns ef þörf krefur. Hann ritar fundargerð stjórnarfunda og kemur á framfæri fréttum af starfi félagsins.
16. Gjaldkeri FÍLD. sér um fjárreiður félagsins og félagatal þess. Hann heldur dagbók um tekjur og gjöld félagsins og leggur hana fram á stjórnarskiptafundi. Einnig leggur hann fram á aðalfundi yfirlit yfir helstu útgjaldaliði það sem af er árinu.
17. Meðstjórnendur vinna að markmiðum félagsins og taka virkan þátt í ákvörðunum stjórnar.
18. Allar fjárskuldbindingar yfir 1.000 DKK sem gerðar eru í nafni félagsins skulu bornar sérstaklega undir stjórn til samþykktar, hvort sem á móti koma utanaðkomandi styrkir eður ei.
19. Stjórn FÍLD boðar til félagsfundar þegar tilefni gefst. Henni er skylt að boða til fundar svo fljótt sem unnt er og málefni krefst, ef fjórðungur félagsmanna eða fleiri æskja þess. Til funda skal boðað á sama hátt og segir til um aðalfund, þó með minnst viku fyrirvara. Þeir einir hafa atkvæðisrétt sem mæta á félagsfund og ekki er krafist ákveðins lágmarksfjölda mættra félagsmanna til að atkvæðagreiðsla sé gild.
20. Vantraust á stjórnina eða einstaka embættismenn félagsins skal borið fram skriflega og skal að minnsta kosti 1/4 hluti félagsmanna undirrita það. Stjórninni er skylt að halda félagsfund um vantraust innan hálfs mánaðar og skal boðið til hans á sama hátt og segir til um aðalfund. Til að samþykkja tillögu um vantraust þarf 2/3 greiddra atkvæða fundarmanna. Skal þá að nýju kosið í laus embætti á sama hátt og á aðalfundi. Ef ekki kemur fram framboð í embætti hefur stjórn FÍLD leyfi til að finna fulltrúa í það embætti og fá hann samþykktan á félagsfundi ef þörf krefur.
21. Segi embættismaður af sér skal kosið í embættið á næstu félagsfundi og þess getið í fundarboði. Umboð þess sem þá er kosinn gildir til næstu stjórnarskipta.
22. Breytingar á lögum þessum verða aðeins gerðar á löglegum aðalfundi eða á félagsfundi, enda verði boðað til hans á sama hátt og til aðalfundar. Tillögum til lagabreytinga skal skila til stjórnar a.m.k. viku fyrir aðalfund eða almennan félagsfund og skulu með sömu tímamörkum sendar til félagsmanna. Til þess að samþykkja tillögur um lagabreytingar þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða á viðkomandi fundi.
23. Lög þessi öðlast þegar gildi.